Svör við óleystum spurningum lífsins
DE: 1-3 дней, другие страны: 5-30 дней
In the course of life everyone is likely to come up against fundemental to which he finds no clear answer. This publication deals with several important questions of life. These are answered by lectures selected from the book "In the Light of Truth", the Grail Message by Abd-ru-shin, about which there is further information at the end of this booklet.
With the help of that comprehensive Work the reader can obtain glimpses of the connections in Creation. The explanations are also intended to stimulate the individual to delve for further answers to life's great questions. To the earnest reader the Grail Message offers answers in rich abundance, so that with unbiased examining there finally arises for him a World-picture without gaps.
AÐFARAORÐ!
Bindið fellur frá augum og trú verður að sannfæringu. Aðeins í sannfæringunni er frelsun og endurlausn að finna!
Ég beini orðum mínum einungis til þeirra sem leita af einlægni. Þeir verða að vera færir um og fúsir til að sannprófa málefnalega það sem málefnalegt er! Trúarofstækismenn og ístöðulausir sveimhugar haldi sig fjarri, því þeir eru skaðlegir sannleikanum. Um eðli illgjarnra og ómálefnalegra nægir að vísa í orðanna hljóðan.
Boðskapurinn nær aðeins til þeirra sem enn eiga innra með sér sannleiksvott og þrána eftir að verða manneskjur í reynd. Öllum þessum verður sannleikurinn ljós þeirra og stafur. Hann leiðir þau rakleitt út úr óreiðu þess glundroða sem nú ríkir.
Umfjöllunin sem hér fer á eftir færir ykkur ekki nýja trú heldur á hún að vera kyndill öllum einlægum áheyrendum eða lesendum, til þess að finna réttu leiðina sem færir þá til langþráðra hæða.
Aðeins sá sem leggur sig fram tekur andlegum framförum. Dárinn, sem notar til þess aðfengin hjálpartól svo sem tilbúnar skoðanir annarra, staulast aðeins leiðar sinnar sem á hækjum en nýtir ekki til þess eigin heilbrigðu fætur.
En um leið og hann beitir öllum þeim kostum sem í honum búa og bíða þess að gegna kalli hans til að verða honum að liði í uppbyggingarferli, nýtir hann þá hæfileika sem skaparinn trúði honum fyrir og sigrast leikandi á öllum hindrunum sem á vegi hans verða og glepja honum sýn.
Vaknið því! Rétta trú er aðeins að finna í sannfæringunni, og sannfæring sprettur eingöngu af miskunnarlausu mati og sannprófun! Verið lifandi í dásamlegu sköpunarverki Guðs ykkar!
Abd-ru-shin
HVERS LEITIÐ ÞIÐ?
Hvers leitið þið? Segið mér, hverju þjónar þessi ofsafengna ákefð? Hún berst sem niður um allan heim og holskefla bóka skellur á öllum þjóðum. Fræðimenn grafa í fornum ritum, rannsaka, ígrunda þar til þeir örmagnast andlega. Spámenn skjóta upp kollinum með varnaðarorð og fyrirheit ... úr öllum áttum vilja menn skyndilega og sem ólmir væru breiða út nýtt ljós!
Rótlaus sál mannkynsins hamast og ólmast, finnur hvorki svölun né fró heldur sviðnar hún, lýist og allur hinsti máttur þverr sem hún þó bjó yfir í myrkri nútímans.
Á stöku stað heyrist hvíslað, talað í hálfum hljóðum í vaxandi eftirvæntingu eftir einhverju sem koma skal. Hver taug er þanin, full eftirvæntingar vegna ómeðvitaðrar þrár. Það dunar og bifast og yfir öllu hvílir þungbúinn höfgi líkt og doði. Illur fyrirboði. Hvað hlýtur hann að geta af sér? Glundroða, dugleysi og eyðingu ef dimm andleg hulan sem nú umlykur jarðarkringluna verður ekki sundurrist, sem eins og þjált og seigt fen gleypir í sig og kæfir sérhverja rísandi frjálsa hugsun áður en hún nær að eflast, sem með ógnvænlegri þögn foraðsins bælir niður sérhvern góðviljaðan hug, leysir hann upp, tortímir áður en honum er hrundið í framkvæmd.
En hróp leitendanna, sem býr yfir krafti sem sundrað getur eðjunni, er afvegaleitt, það deyr út í órjúfanlegri hvelfingu sem þeir einir reisa af mikilli eljusemi sem þykjast koma til hjálpar. Þeir rétta fram stein í brauðsins stað!
Lítið á þessar ótölulegu bækur:
Þær þreyta aðeins mannsandann, fjörga hann ekki! Og það er sönnun þess hve steingelt allt er sem fram er reitt. Því það sem þreytir andann er aldrei það rétta.
Andlegt brauð er milliliðalaus næring, sannleikur endurnærir og ljós lífgar!
Venjulegu fólki hlýtur að fallast hendur þegar það sér hvers kyns múra svokölluð hugvísindi reisa í kringum handanheima. Hvaða venjulegi maður á að geta skilið þessar lærðu setningar, framandi tjáningarform? Eru handanheimar eingöngu ætlaðir hugvísindamönnum?
Og í því sambandi er talað um Guð! Á að reisa háskóla þar sem fyrst skal öðlast þann hæfileika að skynja hugtakið guðdómur? Hvert leiðir þessi fíkn, sem á rætur sínar aðallega að rekja til metnaðarins?
Lesendur og áheyrendur ráfa eins og ölvaðir úr einum stað í annan, óöruggir, ófrjálsir hið innra, einstrengingslegir, því þeir voru leiddir af hinni réttu braut.
Heyrið það, þið hikendur! Lítið upp, þið sem í einlægni leitið: Leiðin að æðsta marki er við fætur sérhvers manns! Fræðimennska opnar ekki hliðið að því marki!
Valdi Jesús Kristur, þessi mikla fyrirmynd á leiðinni sönnu til ljóssins, lærisveina sína úr hópi lærðra Farísea? Meðal fræðimanna í helgum ritum? Hann valdi þá meðal látlausra alþýðumanna því þeir þurftu ekki að glíma við þá regin firru að leiðin til ljóssins fyndist aðeins með erfiðri ástundun fræðamennsku.
Þessi hugsun er stærsti óvinur mannsins, hún er lygi!
Hverfið því frá öllu vísindaprjáli, hér fjöllum við um það helgasta í manninum, sem vill verða skilið til fullnustu! Látið af þessu, því vísindin sem afsprengi mannsheilans eru í molum og geta aldrei orðið annað en brotakennd.
Leiðið hugann að þessu, hvernig á erfið ástundun vísinda að leiða til guðdómsins? Og hvað er þekking í raun og veru? Þekking er það sem heilinn fær skilið. En hversu takmarkaður er ekki skilningsmáttur heilans sem fangaður er í viðjar tíma og rúms. Mannsheilinn fær ekki einu sinni skilið eilífð og skynjun þess sem óendanlegt er. Einmitt þær eigindir sem eru óaðskiljanlegar frá guðdómnum.
Heilinn stendur hins vegar máttvana frammi fyrir þeim óskiljanlega krafti sem flæðir gegnum allt sem er og fæðir allar gjörðir hans. Kraftinum, sem allir taka sem sjálfsögðum hlut, daglega, hverja stund, hvert andartak, sem vísindin hafa einnig ávallt viðurkennt og sem samt sem áður er leitast við, án árangurs, að höndla og skilja með heilanum, það er að segja með skilningi og visku.
Þarna eru takmörk starfsemi heilans, hyrningarsteinn og verkfæri vísindanna og þessi takmörk setja eðlilega einnig mark sitt á það sem hann kemur til leiðar, það er að segja á öll vísindi. Vísindin eru þar af leiðandi vel til þess fallin að skila áfram því sem fyrir var, til frekari skilnings, sundurgreiningar og flokkunar alls þess sem þau tóku við úr höndum þess sköpunarkrafts sem á undan fór, en þau eru gjörsamlega máttvana ef þau ætla að hefjast til leiðtogahlutverks eða í sæti gagnrýnanda, svo lengi sem þau, eins og hingað til, binda sig við skilningsgáfuna, það er að segja hugtakaskilning heilabúsins.
Af þessum sökum eru fræðimennska og mannkynið allt, sem tekur mið af fræðimennskunni, stöðugt að eltast við smáatriði, á sama tíma og hver einasti maður hefur í sér fólgna, að gjöf, hina miklu, óskiljanlegu heild, og er þess fyllilega umkominn að ná því sem æðst er og háleitast án þess að ástunda lærdóm með erfiðismunum.
Þess vegna: Burt með óþarfa tyftingar hins andlega þrældóms! Það er ekki að ófyrirsynju að meistarinn mikli kallar til okkar: »Verðið sem börnin!«
Hver sá sem elur með sér einlæga sókn til hins góða og leitast við að hreinsa hugann, hann hefur fundið leiðina að æðsta marki! Honum mun um síðir hlotnast allt sem á kann að vanta. Til þess þarf hvorki bækur né andlega áreynslu, hvorki meinlæti né einsemd. Hann verður heill bæði á líkama og sál, laus undan öllum þunga sjúklegra vangaveltna, því allar ýkjur eru til tjóns. Menn skuluð þið vera, ekki ylræktarjurtir sem falla undan fyrstu golu vegna einstrengingslegs uppeldis!
Vaknið! Svipist um! Hlustið á innri rödd! Aðeins þannig lýkst leiðin upp!
Skeytið ekki um kirknanna karp. Boðberi sannleikans mikli, Jesús Kristur, holdtekja guðlegrar væntumþykju, spurði ekki um trúarbrögð. Hvað eru trúarbrögð í dag ef grannt er skoðað? Frjálsum mannsanda ánauð, þrældómur neista þess guðdóms sem í ykkur býr; kennisetningar sem leitast við að þröngva verki Skaparans og mikilli væntumþykju hans í form sem mannsandinn skilur, sem er skrumskæling merkingar þess sem guðlegt er, kerfisbundin lítillækkun.
Þessi háttsemi hrekur hvern einasta einlæglega leitandi mann á brott, því af hennar völdum á hann þess aldrei kost að upplifa með sjálfum sér sannleikann stóra og þar af leiðandi verður sannleiksþrá hans sífellt vonlausari og að endingu örvinglast hann andspænis veröldinni!
Vaknið því! Rífið niður innri kreddumúra, slítið bindið frá augum svo hreint ljós hins æðsta nái til ykkar óheft. Fullur fögnuðar mun andi ykkar þá hefjast í hæðir, skynja umlykjandi væntumþykju föðurins, en hún þekkir ekki takmörk jarðneskrar skynsemi. Loksins vitið þið að þið eruð hluti hennar, skynjið hana án erfiðismuna og í heild sinni; sameinist henni, og þiggið við það daglega, á hverri stundu, nýjan kraft að gjöf, sem gerir ykkur upprisuna úr óreiðunni að sjálfsögðum hlut!
HVERS LEITIÐ ÞIÐ?
Hvers leitið þið? Segið mér, hverju þjónar þessi ofsafengna ákefð? Hún berst sem niður um allan heim og holskefla bóka skellur á öllum þjóðum. Fræðimenn grafa í fornum ritum, rannsaka, ígrunda þar til þeir örmagnast andlega. Spámenn skjóta upp kollinum með varnaðarorð og fyrirheit ... úr öllum áttum vilja menn skyndilega og sem ólmir væru breiða út nýtt ljós!
Rótlaus sál mannkynsins hamast og ólmast, finnur hvorki svölun né fró heldur sviðnar hún, lýist og allur hinsti máttur þverr sem hún þó bjó yfir í myrkri nútímans.
Á stöku stað heyrist hvíslað, talað í hálfum hljóðum í vaxandi eftirvæntingu eftir einhverju sem koma skal. Hver taug er þanin, full eftirvæntingar vegna ómeðvitaðrar þrár. Það dunar og bifast og yfir öllu hvílir þungbúinn höfgi líkt og doði. Illur fyrirboði. Hvað hlýtur hann að geta af sér? Glundroða, dugleysi og eyðingu ef dimm andleg hulan sem nú umlykur jarðarkringluna verður ekki sundurrist, sem eins og þjált og seigt fen gleypir í sig og kæfir sérhverja rísandi frjálsa hugsun áður en hún nær að eflast, sem með ógnvænlegri þögn foraðsins bælir niður sérhvern góðviljaðan hug, leysir hann upp, tortímir áður en honum er hrundið í framkvæmd.
En hróp leitendanna, sem býr yfir krafti sem sundrað getur eðjunni, er afvegaleitt, það deyr út í órjúfanlegri hvelfingu sem þeir einir reisa af mikilli eljusemi sem þykjast koma til hjálpar. Þeir rétta fram stein í brauðsins stað!
Lítið á þessar ótölulegu bækur:
Þær þreyta aðeins mannsandann, fjörga hann ekki! Og það er sönnun þess hve steingelt allt er sem fram er reitt. Því það sem þreytir andann er aldrei það rétta.
Andlegt brauð er milliliðalaus næring, sannleikur endurnærir og ljós lífgar!
Venjulegu fólki hlýtur að fallast hendur þegar það sér hvers kyns múra svokölluð hugvísindi reisa í kringum handanheima. Hvaða venjulegi maður á að geta skilið þessar lærðu setningar, framandi tjáningarform? Eru handanheimar eingöngu ætlaðir hugvísindamönnum?
Og í því sambandi er talað um Guð! Á að reisa háskóla þar sem fyrst skal öðlast þann hæfileika að skynja hugtakið guðdómur? Hvert leiðir þessi fíkn, sem á rætur sínar aðallega að rekja til metnaðarins?
Lesendur og áheyrendur ráfa eins og ölvaðir úr einum stað í annan, óöruggir, ófrjálsir hið innra, einstrengingslegir, því þeir voru leiddir af hinni réttu braut.
Heyrið það, þið hikendur! Lítið upp, þið sem í einlægni leitið: Leiðin að æðsta marki er við fætur sérhvers manns! Fræðimennska opnar ekki hliðið að því marki!
Valdi Jesús Kristur, þessi mikla fyrirmynd á leiðinni sönnu til ljóssins, lærisveina sína úr hópi lærðra Farísea? Meðal fræðimanna í helgum ritum? Hann valdi þá meðal látlausra alþýðumanna því þeir þurftu ekki að glíma við þá regin firru að leiðin til ljóssins fyndist aðeins með erfiðri ástundun fræðamennsku.
Þessi hugsun er stærsti óvinur mannsins, hún er lygi!
Hverfið því frá öllu vísindaprjáli, hér fjöllum við um það helgasta í manninum, sem vill verða skilið til fullnustu! Látið af þessu, því vísindin sem afsprengi mannsheilans eru í molum og geta aldrei orðið annað en brotakennd.
Leiðið hugann að þessu, hvernig á erfið ástundun vísinda að leiða til guðdómsins? Og hvað er þekking í raun og veru? Þekking er það sem heilinn fær skilið. En hversu takmarkaður er ekki skilningsmáttur heilans sem fangaður er í viðjar tíma og rúms. Mannsheilinn fær ekki einu sinni skilið eilífð og skynjun þess sem óendanlegt er. Einmitt þær eigindir sem eru óaðskiljanlegar frá guðdómnum.
Heilinn stendur hins vegar máttvana frammi fyrir þeim óskiljanlega krafti sem flæðir gegnum allt sem er og fæðir allar gjörðir hans. Kraftinum, sem allir taka sem sjálfsögðum hlut, daglega, hverja stund, hvert andartak, sem vísindin hafa einnig ávallt viðurkennt og sem samt sem áður er leitast við, án árangurs, að höndla og skilja með heilanum, það er að segja með skilningi og visku.
Þarna eru takmörk starfsemi heilans, hyrningarsteinn og verkfæri vísindanna og þessi takmörk setja eðlilega einnig mark sitt á það sem hann kemur til leiðar, það er að segja á öll vísindi. Vísindin eru þar af leiðandi vel til þess fallin að skila áfram því sem fyrir var, til frekari skilnings, sundurgreiningar og flokkunar alls þess sem þau tóku við úr höndum þess sköpunarkrafts sem á undan fór, en þau eru gjörsamlega máttvana ef þau ætla að hefjast til leiðtogahlutverks eða í sæti gagnrýnanda, svo lengi sem þau, eins og hingað til, binda sig við skilningsgáfuna, það er að segja hugtakaskilning heilabúsins.
Af þessum sökum eru fræðimennska og mannkynið allt, sem tekur mið af fræðimennskunni, stöðugt að eltast við smáatriði, á sama tíma og hver einasti maður hefur í sér fólgna, að gjöf, hina miklu, óskiljanlegu heild, og er þess fyllilega umkominn að ná því sem æðst er og háleitast án þess að ástunda lærdóm með erfiðismunum.
Þess vegna: Burt með óþarfa tyftingar hins andlega þrældóms! Það er ekki að ófyrirsynju að meistarinn mikli kallar til okkar: »Verðið sem börnin!«
Hver sá sem elur með sér einlæga sókn til hins góða og leitast við að hreinsa hugann, hann hefur fundið leiðina að æðsta marki! Honum mun um síðir hlotnast allt sem á kann að vanta. Til þess þarf hvorki bækur né andlega áreynslu, hvorki meinlæti né einsemd. Hann verður heill bæði á líkama og sál, laus undan öllum þunga sjúklegra vangaveltna, því allar ýkjur eru til tjóns. Menn skuluð þið vera, ekki ylræktarjurtir sem falla undan fyrstu golu vegna einstrengingslegs uppeldis!
Vaknið! Svipist um! Hlustið á innri rödd! Aðeins þannig lýkst leiðin upp!
Skeytið ekki um kirknanna karp. Boðberi sannleikans mikli, Jesús Kristur, holdtekja guðlegrar væntumþykju, spurði ekki um trúarbrögð. Hvað eru trúarbrögð í dag ef grannt er skoðað? Frjálsum mannsanda ánauð, þrældómur neista þess guðdóms sem í ykkur býr; kennisetningar sem leitast við að þröngva verki Skaparans og mikilli væntumþykju hans í form sem mannsandinn skilur, sem er skrumskæling merkingar þess sem guðlegt er, kerfisbundin lítillækkun.
Þessi háttsemi hrekur hvern einasta einlæglega leitandi mann á brott, því af hennar völdum á hann þess aldrei kost að upplifa með sjálfum sér sannleikann stóra og þar af leiðandi verður sannleiksþrá hans sífellt vonlausari og að endingu örvinglast hann andspænis veröldinni!
Vaknið því! Rífið niður innri kreddumúra, slítið bindið frá augum svo hreint ljós hins æðsta nái til ykkar óheft. Fullur fögnuðar mun andi ykkar þá hefjast í hæðir, skynja umlykjandi væntumþykju föðurins, en hún þekkir ekki takmörk jarðneskrar skynsemi. Loksins vitið þið að þið eruð hluti hennar, skynjið hana án erfiðismuna og í heild sinni; sameinist henni, og þiggið við það daglega, á hverri stundu, nýjan kraft að gjöf, sem gerir ykkur upprisuna úr óreiðunni að sjálfsögðum hlut!
ISBN | 978-3-87860-796-0 |
---|---|
Размеры | 14.50 x 21.00 cm |
Язык | Íslenska |
Срок поставки | DE: 1-3 дней, другие страны: 5-30 дней |